Skilmálar2018-12-19T20:16:20+00:00

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup í vefverslun Skjás 1:

Söluaðili DVD mynddiska Skjás 1 er Filmflex, kt 6809891419, VSK Nr 103613. www.filmflex.is

Verð, skattar og gjöld
Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti. Filmflex áskilur sér rétt til að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru
Þær vörur sem þú pantar af vefnum eru sendar til þín með Íslandspósti.

Þegar gengið er frá pöntun sendum við vörurnar oftast innan sólarhrings til póstins.
Venjulegur afgreiðslutími er að jafnaði 1 – 3 virkir dagar eftir pöntun.

Vefverslun okkar virkar eingöngu fyrir innlend viðskipti.
Þeir sem búa erlendis er bent á www.nammi.is

Sendingarkostnaður / Burðargjald
Hver sending kostar 225 krónur og greiðist fyrirfram með greiðslukorti.

DVD diskar eru eingöngu seldir gegn greiðslum um kreditkort og sendir áfram til viðskiptavina.
Við rekum ekki verslun/afgreiðslustað sem hægt er að heimsækja.

Ef vara er ekki til á lager er afhendingartími allt að 10 dagar. Við látum kaupanda vita með tölvupósti.

Stærri pantanir:
Sé um fleiri en 25 eintök af DVD disk um að ræða þarf að ganga frá pöntum hér á þessarri síðu, greiða með greiðslukorti og tilgreina afhendingarmáta.

Vöruskil á ógallaðri vöru
Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi.

Ábyrgð
Full ábyrgð er tekin á framleiðslugalla DVD diska sem seldir eru.

Takmörkun á ábyrgð

Ábyrgð fellur úr gildi ef:

  • Varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati starfsfólks Skjás 1, eða skemmst í flutningi.
  • Varan hafi verið notuð og innsigli á plasthylki er rofið.

Til að endusenda vöru:
Vinsamlegast hafið samband um tölvupóstfangið dvd@s1.is

Kortaupplýsingar:
DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Filmflex og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is / Sími +354 412 2600.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Höfundarréttur
Kaupandi lofar að virða höfundarrétt Skjás1 og er DVD myndiskurinn eingöngu ætlaður til heimilis og einkanota hér á landi.
Opinber birting er með öllu óheimil. Brot varða við lög um höfundarrétt nr 73/1972 með síðari breytingum.

Eignarréttarfyrirvari
Hið selda er eign seljanda þar til varan er að fullu greidd.
Verslunarskilmálar þessir hjá Skjá 1 (Filmflex) tóku gildi 1. Desember 2018.
Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar(kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda.